Sjálfskoðun
Það er ekki óalgengt að þeir sem koma í samtalsmeðferð eigi sögu um að hafa stundað sjálfsrannsókn sem lét þeim líða verr en ella. Margir stunda sjálfskoðun í dag, en hún er víða kennd og lofuð af hinum og þessum trúarhópum, 12-sporakerfum sem og meðferðarfræðingum.
Lesa Meira...
Ástæður erfiðleika í nánum samböndum
Það kemur að því í flestum tilfinningasamböndum að erfiðleikar gera vart við sig í formi ósættis, rifrildis, ótta eða sorgar. Sum pör sem eru nýlega gift, geta ekki skilið af hverju þau hafa á frekar skömmum tíma hætt að upplifa ástina. Önnur pör hafa verið gift í mörg ár og hafa vanist því að upplifa ekki mikla ást í sambandinu. Það er eins og þau séu búin að sætta sig við að ástin sé eitthvað sem er bara upplifað í byrjun sambandsins.
Lesa Meira...
Geðlyf & Samtalsmeðferð
Það eru gömul sannindi að ekki sjá allir hlutina í sama ljósi og er þá sama hvar fæti er niður stigið. Ávallt hefur okkur mennina greint á um allt sem við kemur mannlegu eðli og höfum við helst þurft að þreifa á því til að geta komist að sömu niðurstöðu.
Lesa Meira...
Ástarsambönd
Ekki veit ég hvað hafa verið samin mörg lög um ástina, en þau eru vægast sagt ófá. Maður opnar varla fyrir útvarpið án þess að heyra angurværar raddir syngja um horfna ást og einmanaleikann sem fylgir því að vera aftur orðin ein/n. Svo þegar textarnir eru krufnir kemur í ljós að hér er oftar á ferð mikil meðvirkni, samhliða vanhæfni til að líða vel með sjálfum sér, heldur en heilbrigð ástarsambönd.
Lesa Meira...
Fjölskyldukerfi
Eitt af því sem við þurfum öll á að halda á lífsleiðinni er góð fjölskylda. Fjölskylda þar sem við getum tjáð tilfinningar okkar frjálslega og þar sem við finnum að við erum elskuð. Og okkur nægir ekki að heyra það sagt, heldur þurfum við að finna hvað við erum mikilvæg og fá líkamlegum, andlegum og tilfinningalegum þörfum okkar fullnægt. Fjölskyldan ræður miklu um það hvernig sjálfsmynd við öðlumst og hvernig okkur líður tilfinningalega. Sú tengslamyndun sem á sér stað í fjölskyldunni ræður miklu um líðan okkar, sjálfstraust og kjölfestu í lífinu.
Lesa Meira...
Sjálfstraust
Öll langar okkur að hafa gott sjálfstraust og vera örugg með okkur. Það gefur auga leið að það greiðir leið okkar að markmiðum okkar og hjálpar okkur að vera sátt við sjálf okkur og lífið. Það er til marks um það hvað sjálfstraust er mikilvægt að það er orðið að mjög ábætisamri markaðsvöru í formi sjálfshjálpar bóka og námskeiða út um allan heim þar sem fólki er kennt að auka sjálfstraustið með hinum ýmsu aðferðum. Þar kennir hinna ýmsu grasa eða allt frá því að ganga á sjóðandi heitum kolum til þess að standa á sviði fyrir framan fullt af fólki og yfirvinna óttan.
Lesa Meira...
Sjálfsvíg
Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin áætlar að um ein milljón manna fremji sjálfsvíg árlega (2003) og er þá varlega áætlað. Það er rúmlega þreföld íslenska þjóðin svona til að fá tilfinningu fyrir þessum mikla fjölda. Lengi vel var þeim hugmyndum haldið á lofti að þeir sem sviptu sig lífi ættu allir það sameiginlegt að vera þunglyndir, en sú kenning hefur ekki staðist tímans tönn. Í raun geta ástæður fyrir sjálfsvígum verið mjög margar, en óhætt er að segja að flestir þeirra sem svipta sig lífi eru að kljást við mikinn tilfinningalegan sársauka sem þeir ráða ekki fram úr. Lesa Meira...
Einelti
Fólk stendur oft ráðþrota þegar það verður fyrir því að vera lagt í einelti. Fer það þá líka eftir því á hvaða aldri eineltið á sér stað og hvernig viðkomandi er í stakk búinn til að takast á við þá miklu höfnun sem fylgir eineltinu. Hægt er að segja að einelti sé eins og hægfara sálarmorð. Það er eins og eitthvað deyi innra með manneskjunni í hvert skipti sem hún lendir í einelti. Lesa Meira...
Höfnun
Það er fátt sem hefur jafn mikill áhrif á tilfinningalíf okkar og sjálfsmynd og höfnun, ef frá eru talin veikindi og dauði ástvina okkar. Nú er það svo að fólk getur upplifað höfnun í hinum ýmsu aðstæðum. Það að vera sagt upp í ástarsambandi er kannski sú algengasta ásamt því að vera sagt upp vinnunni. Margur hefur líka reynslu af því að vera ekki valinn í liðið sitt og sitja alltaf á bekknum eða vera sá sem aldrei fékk athygli frá hinu kyninu.
Lesa Meira...
Kvíði
Hugleiðsla sem lausn við kvíðaröskunum
Þessi grein var samin af Jungkyu Kim, Ph.D. og Gregory Kramer, PhD. en hún varð til er þeir unnu saman að rannsóknum á kvíðaröskunum. Sú aðferð sem hér er kennd inniheldur þætti úr hugrænni atferlismeðferð og Gestalt meðferð sem og ákveðni hugleiðsluaðferð (Mindfulness Meditation).
Lesa Meira...
Meðvirkni
Hugtakið meðvirkni hefur verið áberandi í umræðunni hér á Íslandi síðastliðin áratug, en hugtakið kemur frá Bandaríkjunum, þar sem fyrst var farið að nefna meðvirkni á nafn í kringum 1983. Meðferð fyrir meðvirka einstaklinga hófst ári seinna, en í dag eru margar meðferðarstöðvar út um allan heim sem bjóða upp á slíka þjónustu. En hvað er meðvirkni? Hvernig birtist hún? Og síðast en ekki síst af hverju verðum við meðvirk? Lesa Meira...
Nánd
Hugtakið nánd er frekar nýtt af nálinni í íslenskri tungu. Nánd er skild hugtakinu nærveru, en til að geta upplifað nánd þarf ákveðin nærvera að vera til staðar. Það er þó munur á þessum upplifunum. Talað er um að þessi eða hinn hafi góða eða slæma nærveru en nánd lýsir aftur á móti upplifun af djúpum tilfinnigatengslum við aðra manneskju.
Lesa Meira...
Reiði
Reiði er sú tilfinning sem hvað oftast er fundið allt til foráttu og er það ekki heldur að ástæðulausu. Við heyrum í fréttum um hina og þessa ofbeldis glæpina sem framdir eru og er þá reiðin óhaminn í aðalhlutverki. Margur fíkillinn á líka erfitt með þessa tilfinningu og notar fíkn sína til að takast á við reiðina.
Lesa Meira...
Skömm
Það er ekki fyrr en fyrir rúmum 20 árum sem meðferðaraðilar fóru að fjalla um skömm og gera sér grein fyrir áhrifamætti hennar og afleiðingum fyrir líðan okkar. Í rauninni er skömm eðlileg mannleg tilfinning. Hún er nauðsynleg ef við viljum taka þátt í mannlegu samfélagi á ábyrgan hátt.
Lesa Meira...
Spilafíkn
Spilafíkn er erfið fíkn að kljást við, bæði þegar kemur að því að losna úr viðjum hennar og/eða skilja eðli hennar. Það sést kannski best á því að fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins hefur orðið henni að bráð með einum eða öðrum hætti án þess oft að átta sig á því að um fíknmyndandi samband er að ræða sem hefur alvarlegar afleiðingar.
Lesa Meira...
Tilfinningagreind
Þegar einstaklingur ákveður að koma í viðtöl þá er það oftast vegna þess að hann nær ekki að vinna úr þeim innri vanda sem hann er að fást við. Fólk hefur mismikinn hæfileika til að upplifa tilfinningar sínar, skilja þær og nota þær til leiðsagnar í lífinu. Lesa Meira...
Tilgangur lífsins
Bæði heimspekin sem og trúarbrögðin hafa í gegnum aldirnar sett fram kenningar og tilgátur um tilgang lífsins og veru okkar hér á jörð. Þar sýnist sitt hverjum, en fáar spurningar eru eins áleitnar fyrir okkur mennina eins og sú sem snýr að tilgangi lífsins. Þegar við erum ung veltum við henni ekki mikið fyrir okkur og það er oft ekki fyrr en við verðum eldri að hún verður áleitin og við förum að leita að svari. Lesa Meira...
Þunglyndi
Þunglyndi hefur fengið mikla umræðu á síðust árum og er ekki óalgengt að margir þekki einhvern sem þjáist af þunglyndi og eða taki þunglyndislyf. Til er að fólk fari í gegnum tímabil þar sem það finnur fyrir þunglyndi og depurð en síðan er eins og það lagist af sjálfu sér með tímanum. Svo er aftur á móti ekki oft farið með þunglyndi sem hrjáir fólk, en það er oft til staðar frá ári til árs.
Lesa Meira... |