Velkominn á Medferd.is
Ég heiti Páll Einarsson og er með Mastersnám í sálrænni meðferð og ráðgjöf. Ég hef unnið að meðferðarstörfum síðan 1992 og á eigin stofu með viðtalsmeðferð og ráðgjöf síðan 1998. Samhliða viðtalsmeðferðinni hef ég starfað á meðferðarheimilum bæði sem ráðgjafi og dagskrárstjóri og hin seinni ár sem handleiðari. Á þessari síðu er að finna stuttar greinar um hin ýmsu mál sem snerta sálarlíf okkar og einnig er hér að finna nánari upplýsingar um það hvernig ég vinn og ýmislegt sem tengist meðferðarvinnu. Bent skal sérstaklega á greinina “Að velja sér meðferðaraðila” fyrir þá sem eru að leita sér að meðferðaraðila og greinina “Að flysja laukinn” sem og "Hvað er EMDR?" sem útskýrir hvernig ég vinn. Þessar greinar ásamt öðrum eru í dálknum; Meðferð & Ráðgjöf. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að ég svara ekki fyrirspurnum um persónuleg vandamál í gegnum netpóst á þessari síðu. Ef þú hefur áhuga að leita ráða í gegnum netpóst þá er hægt að senda það á www.persona.is og spyrja ráða og munum við sem störfum við þann vef svara fyrirspurn þinni. Páll Einarsson MSc Sálmeðferðarfræðingur |
|
|